Vöruskil, skipti og endurgreiðsla.
Vöruskil
Skilafresturinn hjá Kblend eru 14 dagar eftir að kaup áttu sér stað.
Til að eiga rétt á skilum þarf varan að vera óopnuð, innsigluð, ónotuð og í sama ástandi og þegar þú tókst við henni. Hún þarf einnig að vera í upprunalegum umbúðum. Ef ekki er farið eftir þessum skilyrðum, er ekki hægt að skila vörunni né fá endurgreiðslu.
Endurgreiðsluskilmálar
Þegar varan sem þú skilar hefur verið móttekin og skoðuð, munum við láta þig vita hvort beiðni um endurgreiðslu hafi verið samþykkt eða hafnað. Ef endurgreiðslan er samþykkt, verður hún afgreidd og inneign lögð sjálfkrafa inn á kreditkortið þitt eða þann greiðslumáta sem notaður var við kaupin. Vinsamlegast athugið að sendingarkostnaður verður dreginn frá endurgreiðslufjárhæðinni.
